Konia

Konia var lítill lækur á bak við hús, og eins og alltaf þegar veitt er nálagt mannabyggð er fyrst spurt um leyfi áður en veitt er 

Þetta er eina rennandi vatn á þessu svæði svo fólk notar lækinn til alls sem við mundum sjálf nota vatnið okkar
þarna við bakkann var þessi litli rauði krabbi 

Fallega gulur hængur af Pelvicachromis kribensis 

Stór rækja kom í netið hjá Ngando inn undir bakkanum 

Lítil Ctenopoma eða skild tegund ásamt litlum Mormyridae tegund
en þær kallast oft fílafiskar þar sem nokkrar tegundir af þeim eru með rana, en allar hafa það sameiginlegt að nota rafbylgjur til að skynja umhverfið og finna bráð, yfir 200 tegundir eru til af þeim frá 5-150 cm á stærð 

Michel kominn innar í skóginn að elta fiska, hann hefur farið margar ferðir til margra landa í vestur-afríku, hann hélt utan um Wac ráðstefnuna í 10 ár en hætti því og er talsvert í því að birta greinar um fiska og ferðir í ýmsum fiskablöðum í dag 

Stæðileg Hemichromis síkliða kom í netið, nokkrar tegundir eru til af þeim og þær eru frekar líkar og þar sem ég hef aldrei átt neina af þeim á ég í vanda að greina þær í sundur 

Fallegur hængur af killí fisk í poka svo myndin er ekki betri en þetta 

Benitochromis riomuniensis síkliða og uppáhalds tegundin mín af tré í Kamerún 
Myndin af fisknum er ekki í fókus svo hún kom betur út lítil, í mikilli birtu er oft erfitt að sjá á símann eða myndvélina og því oft verri myndir heldur en maður gerði ráð fyrir 

Twitter
Youtube
Scroll to Top