Lítill lækur við veginn, grunnur og með litlu rennsli sem eru góðar aðstæður til að veiða smá fiska
Myndataka og mælingar á vatni er það sem við byrjum á áður en háfar fara í vatnið
Fullur poki af góðgæti Pelvicachromis kribensis, Enteromius camptacanthus barbi og flottur killí uppi í vinstra horni sem gæti verið Epiplatys zenkeri ásamt fleirum fiskum
Par af Aphyosemion sem kom í háfinn hjá mér, það eru tugir tegunda af killí í Kamerún og eru fullorðnir hængar af mörgum tegundum með skrautlegustu fiskum
Froskalirfa og einhver vatnapadda sem líklegsast breytist seinna í eitthvað fljúgandi kvikindi
Enteromius camptacanthus minnir óneitanlega á asíska gullbarban sem er algengur í búrum hérlendis
Benitochromis cf.batesii síkliða Það er oft skrítið hversu margar tegundir og oft magn getur verið í litlum lækjum en þar sem er skógur er nægt æti og þrífst því allt líf vel
Lítill sem enginn vatnagróður var í læknum enda mikill skuggi af risavöxnum bambus trjám sem leggjast yfir lækinn sem og trén í nágrenninu, bambusinn var innfluttur fyrir löngu og er nú að breiða úr sér á kostnað þeirra trjátegunda sem voru fyrir í Kamerún
Goggur af Túkan lá í læknum og hafði ég á orði að gaman væri að taka hann heim en þeir eru víst alfriðaðir þarna og hefði það varðað fangelsi að vera með þetta í töskunni, svo mynd var látin duga
Það er algengt að allir þurfi að fara út úr bílnum á meðan farið er yfir grjót eða stór hjólför enda troðfullur bíll af mönnum og græjum og vel þungt, og ekki vill maður rífa eitthvað undan bílnum inn í miðjum skógi í Afríku
Við þenna læk Oto akok voru falleg fiðrildi að leika sér