Krabi Thailand 

Í fríi er óþarfi að liggja bara í sólinni þegar hægt er að fara með bát og skoða hálfsalt vatn þar sem alltaf er nóg líf 

Rætur vilja vaxa upp þegar sjávarblandað vatn flæðir yfir landið á flóði 

Fiðlukrabbar voru í miklu magni á fullu að finna sér æti áður en flæðir aftur 

Þessir eru reyndar meira fyrir salta strönd en fá að fylgja með

Mikið er af kuðungakröbbum í Thailandi og þar sem þeir framleiða ekki skelina sína sjálfir,
ætti að vera óhætt að segja að mikið sé af tegundum af sniglum þar í sjónum 

Sama tegundin af kröbbum en í mismunandi skel og svo einn ofan í holu 

Yfir hundrað tegundir eru til af Fiðlukröbbum, og er það karldýrið sem er með eina stóra kló til að veifa og heilla kvendýrið 

Bátsferðin tók okkur að veitingastað þar sem veiðimenn voru með flot tjarnir með fiskum í 

Stonefish eða Scorpionfish er þessi kallaður en það eru til margar tegundir af þeim og margar baneitraðar 

Puffer sem er búinn að blása sig upp, sem þeir gera í varnarskyni ef einhver er að reyna að éta þá í náttúrunni, þarna er verið að sýna túristunum hvernig þeir líta út en þetta er mjög stressandi fyrir fiskinn svo í raun ekki skynsamlegt að gera og hafði ég smá áhyggjur af honum en alla vega varð hann strax eðlilegur þegar hann fór aftur ofan í vatnið 

Þar sem það var fjara þá var möguleiki á að sjá fiska í sandinum og fórum við í það að skoða eina af mörgum tegundum fiska sem skríða um strendur hitabeltisins þegar það er fjara 

Mudskipper sem kallast Eðjustökkull er tegund af fiskum sem hafa skriðið á land til að nýta sér matinn þar sem aðrir fiskar náðu ekki til 

Þeir geyma vatn undir tálknunum sem þeir þurfa að skifta út reglulega á meðan þeir eru á landi enda fiskar og fiskar þurfa jú vatn til að lifa í 

Netið segir 23 tegundir vera til en þetta var sú fyrsta sem ég sá í náttúrunni, 

Það var gaman að fylgjast með þeim skoppa um ströndina setjandi bakuggan upp og sýna sig og sjá hvernig þeir sigtuðu sandinn til að finna æti 

Twitter
Youtube
Scroll to Top