Bangkok Thailand

Eftir skemmtilega ferð um Tæland var komið að síðasta degi í Bangkok og eftir að hafa spurt annsi marga í borginni hvort ekki væri hægt að veiða eitthvað í nágrenninu fann ég leigubílstjóra sem sagðist vita um stað en hann færi ekki með mig þangað nema hann fengi að bíða og keyra mig til baka seinna um daginn, smá prútt um verð og við fórum á staðinn, þar var löng yfirbyggð bryggja sem kom sér vel í sólinni 

Bungsamran er vatn sem er fullt af fiskum rétt fyrir utan flugvöllin í Bangkok, þetta er gert út fyrir veiðimenn og leigja þeir allar græjur ásamt manni til að beita og hjálpa við að ná fiskunum upp á land, hinum meginn við vatnið voru lítil hús sem eflaust er hægt að leigja sem er eitthvað sem ég væri til í ef ég kemst þangað aftur 

Á leiðinni inn með bryggjunni, voru þessir tveir að háfa einn verklegan upp úr vatninu svo ég sá hverju ég gæti átt von á 

Beitan fyrir Pangasius kattfiskana er eitthvað brauð mix sem er sett í járn spíral og síðan er hent langt útí og það látið liggja, brauðið byrjar þá að losna og dreyfast um botninn og fiskarnir finna það og byrja að éta og festast þá á öngulinn Þótt mér þætti skrítið í upphafi að ég yrði að leigja háf og mann með til að fá að veiða þá var ágætt að fá sér kalda hressingu á meðan hann hnoðaði beituna 

Þessi fallegi Risa karpi Catlocarpio siamensis kom á land hjá einum rétt hjá mér og var sá veiðimaður ánægður þótt þetta væri bara tittur miðað við fullorðna fiska af þessari ætt,
( hef séð mynd af 3 mönnum haldandi á einum fisk )

Ég náði nokkrum Pangasius á land og voru þetta mjög verklegir fiskar og þurfti aðeins að taka á því til að ná þeim að landi.
Ekki veit ég hvort það var helmingi stærri Pangasius, Risa karpi, Skata eða eitthvað annað sem dró alla línu út af hjólinu þótt það væri læst en það var svakalegt að reyna að berjast við það skrímsli og reyndi aðstoðarmaðurinn að hjálpa en ekkert gékk og línan fór öll út 

Þegar ég segi söguna þá var þetta sá eini sem ég loftaði af þeim sem ég veiddi, hann liggur á bringunni á mér sem er eitthvað sem laxveiðimenn gera ekki í myndatöku því fiskurinn virkar miklu stærri ef maður réttir út hendurnar en það var bara ekki hægt með þennan hlunk 

Þéttur flotgróður var við bakkann svo ég varð að leita að minni tegundum 

Hellingur af smáfiskum var þarna inn á milli og sá ég strax að ein tegund af halfbeaks gotfiskum var þarna því þeir eru svo sérstakir í laginu með langt trýni 

Og á leiðinni út var ég svo heppinn að forvitinn túristi var búin að veiða nokkra halfbeaks til að skoða þá, þetta eru Dermogenys pusilla, hrygnan er talsvert stærri og feitari en hængarnir og sést það vel á þessari mynd 
Neðri vörin á þeim er talsvert lengri en sú efri og éta þeir aðallega skordýr af yfirborðinu í náttúrunni 

Twitter
Youtube
Scroll to Top