Í miðri ferð spurði Pedro bílstjóri hvort við ættum að taka snöggan mat og fá Hamborgara og var það samþykkt því allir voru svangir, en enginn okkar hafi séð svona Hamborgarastað áður og er ekki laust við að ég sjái smá glott á Pedro á þessari mynd þar sem hann horfir í áttina að mér
Vissulega var eldur og því grill í gangi en ekkert venjulegt Hamborgarkjöt var að sjá, heldur bara einhverjar kjöt pylsur
Mark og Garðar ansi hugsi á svipinn eftir að hafa litið dýrðina augum hahaha
Meðlætið var ekki fyrir mig svo ég fékk bara kjöt pylsu skorna niður endilanga í hamborgarabrauði, ég kunni því miður ekki við að taka myndir af matnum en borðaði hann þegandi og hljóðlaust vonsvikinn því þetta var það versta sem ég hef nokkurn tíma borðað í Úrúgvæ en samt var ég feginn að hafa séð svona hamborgara pylsu sjoppu og vissulega tilbreyting frá öllum þeim steikum og góðgæti sem við borðum í þessum ferðum