Fyrsti Hoplias Wolffish

Þessi lækur sem var ekki merktur og enginn vissi nafn á honum var með lítið rennsli en mikinn gróður
Falleg hávaxin planta var í miðjum læknum með bláum blómum
Hann var með slatta af tetrum og flottum blá doppóttum Corydoras

Við stoppuðum stutt þarna í minni fyrstu ferð svo ég reyndi að veiða lengur á meðan aðrir fóru að ganga frá háfum og undirbúa sig fyrir að keyra á næsta stað 
Ég renndi háfnum inn undir gróður og mér brá þegar eitthvað stórt buslaði í háfnum þessi lækur var allt of lítill til að geta verið með stóra fiska svo ég átti bara von á tetrum og þess vegna brá mér því ég hélt ég hefði náð einhverjum snák 

Enginn snákur heldur fallegur Hoplias aka. Wolffish kom í háfinn,
þeir eru vel tenntir og eru þetta þeir fiskar sem við erum helst með áhyggjur af í Úrúgvæ enda verða sumar tegundir um meter á lengd en þeir verja hrogn og seiði og ráðast á allt sem kemur of nálagt og þeir þurfa ekki að vera stórir til að tæta upp á manni löppina 

Virkilega flottur lækur sem ég hef aldrei farið í aftur sem er líklega út af því að við veiddum engar síkliður
sem eru meira eftirsóttar í þessum ferðum 
Það hefði verið gaman að eyða heilum degi til að skoða þennan læk en þegar 2500 km eru teknir á rúmri viku þá er ekki tími til að stoppa of lengi á litlum stöðum 

Twitter
Youtube
Scroll to Top