Kobe Cameroon

kobe reyndist flottur lækur umvafinn gróðri og mismunandi aðstæður í vatninu, smá flúðir sem auka súrefni og sumar tegundir halda sig þar 

Stilla þar sem Crinium plöntur voru blómstrandi hvítum blómum
Innfelda myndin er af þremur ættliðum og sá lengst til vinstri var höfðingi þorpsins í nágrenninu og því sá sem gaf okkur leifi til að veiða í ánni 

Ngando að koma inn með netið sem var notað þar sem erfitt var að nota háfa 

Benitochromis síkliður og fallega bláir killí fiskar Procatopus similis ásamt laufum og öðru sem var á botninum 

Strákurinn var forvitinn um fiskana enda sjaldan sem menn koma til að ná í smáfisk í ánna þeirra
Þessir Benitochromis finleyi fóru með yfir til Evrópu í lok ferðarinnar 

Benitochromis finleyi er með flottan bláan flekk á síðunni sem glitraði mjög í sólinni 

Ein enn mynd af umhverfinu, grjót og gróður svo fínt fyrir fiska til að fela sig. 
Á innfeldu myndinni er strákurinn úr þorpinu búinn að ná krabba til að sýna okkur, og taldi einhver að um Sesarma tegund væri um að ræða  

Nokkrir af hópnum sem var að veiða, við fórum 9 saman og vorum frá 6 löndum svo mjög alþjóðleg ferð
Ég hef aldrei áður farið með svona mörgum í veiðiferð og veit ekki hvort ég myndi gera það aftur 
Vanalega erum við 3-4 sem er þægilegur hópur 

Twitter
Youtube
Scroll to Top