Hlutirnir eru ekki alltaf gerðir eins í öllum löndum og það er eitt af því skemmtilegasta við að ferðast og vera innan um innfædda að maður sér alltaf eitthvað nýtt og stundum tekur maður myndir
En eitthvað svona fór samtalið fram þegar mér var sagt frá kvöldmatnum Sk: Það á að grilla heilan grís í kvöld Ég: Já er það ekki bara heilan grís haha Sk: Já heilan grís Ég: Nú bara með haus og öllu ? Sk: já Ég : Ha og þá kannski með epli í munninum eins og Ástríkur og Steinríkur gera ? Sk: já af hverju ekki, við reddum því Ég : Ha ok