Þessa stóru en fallegu eðlu sá ég fyrst þegar við vorum að keyra yfir stór tún í Úrúgvæ til að komast að á sem liggur að Brasilíu og bað ég bílstjórann að stoppa svo ég gæti tekið myndir, hér er ég að súma vel inn á myndavélinni enda veit maður aldrei hvenær dýr hlaupa í burtu svo best að taka myndir þegar hægt er
Ég fór mjög hægt að henni og tók myndir reglulega á meðan ég þokaðist hægt og rólega að henni því ég vildi ekki styggja hana í burtu Þetta er stærsta tegundin af Tegu tegundum
Hérna var ég kominn alveg að henni og var mjög ánægður með að ná svona nærmyndum af henni en þessi var 90-100 cm á lengd ég bakkaði svo varlega frá henni og snéri mér að bílnum og þá sá ég að þeir 4 sem voru með mér í bílnum voru allir út í glugga með myndavélina uppi og brostu sínu breiðasta enda hafði leiðangursstjórinn sagt þeim að þessi tegund ráðist oft að þeim sem koma of nálagt henni og ætluðu þeir sér að ná myndum af því þegar íslendingurinn myndi setja heimsmet í 60 metra hlaupi undan eðlunni með skelfingarsvip og öskrum, sem vissulega hefði gerst ef hún hefði ráðist að mér
Þessi sem hafði lokið störfum, var undir brú, hvort hún hafi skriðið þarna sjálf eða einhver stillt henni upp voru vangaveltur hjá okkur Hún var stærri en hin sem gæti bent til að þetta sé karldýr en þeir verða 120-140 cm
Það eina sem var jákvætt við að hún væri ekki lengur í fullu fjöri vað það að ég gat skoðað hana talsvert betur án þess að eiga á hættu að hún réðist á mig ég hefði alveg viljað taka myndir af hausnum á henni en fallega grænar flugur voru yfir hausnum svo ekki skemmtilegt myndefni hvort sem þær voru að reyna að verpa eða bara að fá sér í gogginn, en flugurnar sjást á efri myndinni ef hún er stækkuð
Þessi var í sólbaði, þessi er sú minnsta sem ég hef séð eða um 50 cm. minni eðlur fela sig meira enda margt sem borðar þær. þessi tegund borðar skordýr, ávexti og fræ á yngri árum en með árunum veiða þær flest sem hreifist á jörðinni eins og td. snáka eðlur og nagdýr og alveg upp í Armodillo en einnig leita þær uppi hreiður og éta eggin