Mínir fiskar í kvikmyndum

Ég hef sett upp nokkur búr í sjónvarp og bíó á síðustu árum, Þau hafa ekki verið innréttuð eftir mínum smekk enda flestir með sína eigin hugmyndir um hvernig þetta á að líta út 

Þetta búr kom í áramótaskaupinu 2022, það þurfti harðgera fiska sem myndu ekki kippa sér upp við að talstöð yrði látin falla í búrið í einu atriðana og voru gullfiskarnir bestir í það því þeim er sama um flest sem gengur á í kringum þá og þeir eru harðgerðir ef vatnið kólnar 

Hér var ég beðinn um stóra gullfiska fyrir bíómyndina Snerting sem Baltasar  Kormákur leikstýrði 
Skemmtilegt verkefni þar sem ég fékk að vera á setti og fylgjast með upptökum í kring um búrið 
Hönnuðir myndarinnar völdu sand og skraut 

Stærsta verkefnið hingað til var fyrir Warner Brothers þar sem ég var „Fish wrangler“ á setti 
Þar vildu þau harðgerða fiska fyrir nokkra daga í tökum og valdi ég unga Malawi síkliður þar sem þeir eru harðgerðir og frekar einfaldir 
Þættirnir heita True Detective og skarta fínum leikurum 
Þarna fékk ég að kynnast vel tökum og lífinu í kring um þær og ekki skemmdu matar og kaffivagnarnir sem ég hafði aðgang að 
Eitt kom mér þó á óvart og það er hversu vel er farið yfir allt sem snýr að dýrum á setti og var td. sér dýralæknir frá Brétlandi sem hafði þann eina tilgang að tala við mig um hvort fiskarnir hefðu það ekki fínt 

Twitter
Youtube
Scroll to Top