Physa acuta

Þessi tegund af sniglum kemur oftast óumbeðin í fiskabúrin hjá okkur, oft sem egg hangandi í plöntum eða einhverju sem kemur úr öðru búri,
Oft kallaður pestarsnigill sem er rangnefni þar sem hann gerir ágætis gagn í búrum með að éta rotnandi gróður ásamt öðru sem til fellur og fiskar éta ekki, einnig ýmisskonar þörung  sem og hræ af fiskum sem falla frá þar sem enginn sér 

Þegar of mikið er gefið eða plöntur í slæmu standi þá getur þessi tegund fjölgað sér mjög hratt, en í búrum í góðu jafnvægi eru þeir sjaldnast margir 
Þetta er fínn matur fyrir marga stærri fiska og þá sérstaklega fyrir puffer tegundir sem sérhæfa sig í skéldýrum 
En skélin er mjúk og einfalt að kremja og gefa minni tegundum af fiskum 
Þessi á stóru myndinni var á hægri uppleið í miðju búri og leit á mig þegar ég var að taka af honum mynd sem mér þótti fyndið
Á innfeldu myndum er aðeins annar litur á skélinni en netið segir þá sömu tegund 

Twitter
Youtube
Scroll to Top