Bufotes viridis

Þessi tegund finnst víða um mið-evrópu en þessi var í Slóvakíu 

Ég var búinn að leita lengi að þessari tegund við vötn og læki en komst svo að því að þeir grafa sig undir ýmislegt og fela sig þar 

Þessi var undir steini og rétt glittir í hann þegar steinninn var tekinn og svo kom hann betur í ljós 

Ég lagði stein upp við tré eina nóttina og daginn eftir var einn kominn þar í felur 

Þessi tegund verður um 10 cm á stærð og er skordýraæta 

Falleg tegund sem fáir sjá því hún er lítið á ferli yfir daginn 

Twitter
Youtube
Scroll to Top