Rosabaugur

Ég var staddur í Montevideo höfuðborg Úrúgvæ og sá að einn og einn heimamaður stóð horfði upp í loftið og leit upp og sá þennan regnbogahring í kring um sólina 

Rosabaugur kallast þetta og myndast þegar sólin skýn í gegn um ský sem kallast klósigar og ljósbrot verður i ískristöllum skýsins
ég hafði aldrei séð þetta áður svo ég þurfti að leita þetta uppi á netinu til að finna út heiti og ástæðu

Ég fann enga stillingu á myndavélinni sem dugði til að taka mynd með sólina í miðjunni, svo ég þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir sólinni, hér er þetta að leysast upp smám saman 
Þetta gerist líka hér heima en ég hef aldrei séð það.

Twitter
Youtube
Scroll to Top