Humraferð til Slóvakíu

Í þessum læk hef ég veitt áður og náði þá slatta af tegundum af fiskum, en þá var mikið af laufum og trágreinum í læknum sem hentaði þeim fiska tegundum, en eftir að eigendurnir hreinsuðu lækinn breyttust aðstæður og flestar fiskategundirnar fóru ofar eða neðar í lækinn og humar yfirtóku lækinn á þessum stað

Í mörgum af mínum ferðum til Slóvakíu hef ég reynt að finna humra vitandi að þar eru skráðar 3 tegundir en aldrei fundið svo mikið sem ham, svo þegar ég frétti að humrar sæust reglulega í þessu læk var ekki annað hægt en að skélla sér í gott helgarfrí og sjá dýrðina með eigin augum 

Enginn af þeim sem ég þekki í Slóvakíu hefur vit á humrum svo ég er að renna frekar blint í greiningu á tegund sem og kyngreiningu en fullorðnir humrar eru oftast auðþekkjanlegir á klónum þar sem karlinn er stærri og með stærri og meiri klær 

Þessi er greinilega karlkyns eins og sést á öflugum klónum 
Astacus astacus er algengasta humra tegundin í Evrópu og líkur á að þetta sé sú tegund 

Og þessi sem er brúnni gæti verið kvendýr nema þetta sé lítill ungur karl 
Þeir eru 12-16 cm og tekur 3-4 ár að ná kynþroska og finnast víða um evrópu

Hér áður var þessi tegund vinsæl til matar og hrundu flestir stofnar umtalsvert niður og er talið að stofninn í dag sé í aðeins um 5 % af þeim stofni sem áður var í Evrópu, en þar kemur einnig inn að þeir þurfa hreint og gott vatn sem því miður verður alltaf minna og minna til af, á meðan okkur fjölgar svona hratt 

Þessi var það stæðilegur og flottur að ég setti hann á bakkan, þótt ég hefði kannski átt að halda á honum til að geta talað af reynslu hversu fast þeir geta bitið 

Þótt ég sé þarna aðeins á litlu svæði þá var fullt af humrum þarna og einnig komu nokkrir Gobio gobio fiskar á land en lélegar myndir af þeim fá ekki að fylgja en myndir af þeirri tegund er í annari grein frá sama læk hér á síðunni 
Mikið var af bláum og grænum damselflugum út um allt en síminn var ekki nógu góður til að taka myndir af þeim 
Lítill tími og ekki rétti mánuðurinn til að finna einhverja af þeim fjórum vatna og einni landsalamöndrumsem finnast í landinu en ég hef þá eitthvað til að hlakka til ef ég kemst þangað aftur 

Twitter
Youtube
Scroll to Top