Everglades USA

Ég kíkti með tveim amerískum vinum mínum og einum íslenskum inn í Everglades sem er í Flórida fylki ekki svo langt frá Miami og er svæðið með vötn og skurði út um allt og fórum við á nokkra staði og veiddum ýmislegt 
Stórar ferskvatnsskéljar lágu á jörðinni og talsvert fuglalíf var við vatnið eins og þarna sést 

Á þessum stað var eitthvað um vatnaplöntur, þessi stóra blómstraði gulum blómun en ég þekki ekki tegundina, en á innfelldri mynd er Pistia stratiotes sem finnst nú víða um heim og er algeng í búrum 

Þetta seiði af einhverri Cichla tegund ( ocellaris ?  60-70 cm ) þær verða flestar frekar stórar og koma frá suður-ameríku
Þær eru kallaðar Peacock bass og þykja skemmtilegar til að taka á stöng 

Stærsti fiskurinn á þessum stað kom á stöng undir brúnni, þegar ég var á smáfiskaveiðum, þetta er ein af mörgum tegundum sem kallast Bass og þykja þær flestar skemmtilegar til að veiða á stöng

Trén minntu á mangrove eða trén þar sem hálfsalt vatn er og ræturnar vaxa upp, stórir eplasniglar eru þarna í vatninu en af þeim eru til mjög margar tegundir 

Vatnaliljur og smá þörungur í vatninu og klasi að hrognum frá einhverri eplasnigla tegund 

Lítill sunfish af einhverri tegund, ég sá að það voru 12 tegundir af sunfish í bók sem ég keypti á svæðinu til að reyna að átta mig á hvaða tegund var hver, en myndir voru allar af fullorðnum fiskum og þeir eru vanalega miklu litmeiri og ekki gat ég fundið út hver þessi tegund væri líkust 

Hérna þekkti ég þó strax Seglmolly hæng Poecilia latipinna sem er náttúruleg tegund hér og finnst hún bæði í sjó og ferskvatni,
Bakuggan notar hængurinn þegar hann dansar fyrir hrygnuna og stór bakuggi er það sem þær vilja enda með lítinn ugga sjálfar 

Þessi pínulitla tegund er hér fullvaxinn hængur af Heterandria formosa sem er gotfiskur sem finnst í nokkrum ríkjum bandaríkjana og var ég mjög ánægður með að hann kom í netið enda einn af mínum uppáhalds gotfiskum, þótt hann sé hér ekki mikið fyrir augað 

Þessi hrygna sem minni mikið á guppy hrygnu er líklegast Gambusia holbrooki hrygna en mikið er af þeim út um allt 
Bæði kynin eru frekar litlaus en inn á milli koma alltaf hængar svart flekkóttir sem eru vinsælli í fiskabúrum heldur en þeir litlausu 
Gambusia er gotfiskur sem fæðir lifandi seiði og eru þekktar 45 tegundir 

Twitter
Youtube
Scroll to Top