Porongos er mjög þægilegur staður til að heimsækja, hægt er að leggja við bakkan því þarna er tjaldstæði og útivistasvæði og þar að leiðandi líka hægt að kaupa sér ís og drykki í hitanum og ekki skemmir fyrir hversu fallegar síkliðurnar eru í ánni ,
Australoheros scitulus ekki komnir í hrygningaliti en þá verða þeir gulari og flottari, þessi er frekar friðsöm tegund en sést sjaldan í búrum
Þessi þekkist sem high dorsal og er ein af mörgum tegundum af Gymnogeophagus sem finnast í Úrúgvæ ég hef séð þá merkta sem Gymnogeophagus meridionalis en ég hef ekki séð þá tegund með svona háan bakugga en gæti auðvitað verið afbrigði af þeirri tegund
Nettur fiskur sem minni á asískan barba en ég hef ekki fundið nafnið á og ekki einu sinni í hvaða ætt hann er enda lítið verið tekið saman á einn stað nöfn á fiskum í Úrúgvæ, þótt mikið hafi verið nefnt af tegundum frá því ég fór þangað fyrst
Fallegasta síkliðan í Porongus er Gymnogeophagus gymnogenys og hér eru tveir hængar fallega gulir með slatta af rauðu og bláar doppur ; hrygnurnar eru gráleitari og fá ekki hnúð á hausinn
Ekki man ég hvort þetta var í annað eða þriðja skiftið sem ég kom í Porongos en þetta var fyrsta skiftið sem við náðum stórum fiskum á land eins og þessum Synbranchus marmoratus, Máltækið háll sem áll hefur sannað sig í öllum mínum ferðum en þar sem þessi velti sér vel um í grasinu festist á honum slatti af þurru grasi og hægt var að halda á honum fyrir snögga myndtöku áður en honum var sleppt
Annar risi sem kom á land var þessi stærsta Loricaria sem ég hef séð, en þarna er líklegast komin Loricariichthys anus, hún er gefin upp 46 cm á netinu og fyrir utan stærð fannst mér hangandi munnurinn magnaður
Sérstakur munnur og æðaber kom skemmtilega á óvart, ég hef svo sem lítið skoðað þá á minni tegundum þótt einhverjar myndir ég eigi af stærri tegundum, Nafnið er Loricariichthys anus og hugsaði ég hvort seinna nafnið þýddi það sama á latinu og ensku en svo er ekki því það þýðir old man eða gamall maður
Þar sem svæðið er útivistar svæði þá var búið að girða af sundsvæði og hreinsa allt grjót og annað sem getur verið á botninum svo mjög einfalt var að draga net og kasta kastnetum án þess að flækja netið í einhverju Þarna á bakkanum eru Ken og Mark að draga inn net og Garðar að setja einhvern fisk í fötu sem hann hefur náð með stóra háfinum Innfelda myndin er af enn einum hæng af Gymnogeophagus Þrátt fyrir að Gymnogeophagus fiskar í Úrúgvæ séu mjög fallegir þá eru þeir sjaldan í búrum því þeir þurfa að fá “ vetur “ eða kaldari mánuði til að verða í fullum lit og hrygna og fæstir sem hafa aðstöðu til að kæla búrð eða setja þá út yfir okkar heitari mánuði til að ná góðum lit í þá