Annar staður í Everglades og nóg af fiski, hér var þægilegt að sjá stærri fiska synda um og sá ég 2 Óskara í fjarska en náði ekki mynd af þeim, á stærri myndinni fannst mér sem þetta væri einhver sunfish en bakugginn virðist ekki passa við þær tegundir á meðan innfellda myndin er af fisk tegund sem minnir á killi fiska en gæti verið topminnow Fundulus rubrifrons sem finnst á þessu svæði
Stærstu fiskarnir á sundi voru þessir Gar fiskar Florida Gar Lepiosteus platyrhincus á að vera algengastur en spotted gar er líka þarna og myndir á netinu segja ekki það sama og ég hef ekki veitt þá áður og þar með þekki ég þær ekki almennilega í sundur
John félagi minn sem kom með eina ferð til Úrúgvæ eitthvað árið, kom með okkur í þessa ferð því hann býr á svæðinu ,og þekkir það betur en Ken, sem kom keyrandi frá Georgia til að veiða með okkur, en með honum hef ég 4 sinnum farið til Úrúgvæ John notaði kastnet til að ná einum stæðilegum Gar á land en ég klikkaði á myndatökunni sem var algengt í þessari ferð svo engar nærmyndir af dýrðinn
Þessi Gar var dekkri og meira flekkóttur en þar sem flestar myndir eru á hlið á netinu ætla ég ekki að giska á hvaða tegund þetta er Gar tegundir eru nokkrar sem sjást í fiskabúrum en flestar verða allt of stórar fyrir heimilisbúr og eiga helst heima á söfnum
Stæðilegur Sunfish sem líkist Lepomis cyanellus hvort sem það er rétt eða ekki Þrátt fyrir að þekkja hundruði fiska með latinu nafni þá eru þúsundir sem maður þekkir ekki en best er ef maður fer á svæði þar sem maður þekkir ekki til að hafa með sér heimamann sem hefur áhuga og þekkir fiska en það var ekki í boði í þessari ferð
Einn lítill Sunfish sem gæti verið sama tegund og fyrir ofan, við fengum mjög margar tegundir af Sunfish í háfana en enginn í hópnum góður í að tegunda greina þá
Ungfiskar af Pelmatolapia mariae sem er Síkliða frá Afríku sem hefur sloppið út í lífríkið í Everglades og hefur dreift full mikið úr sér enda þola þær seltu vel sem víða blandast fersku vatni á svæðinu og eru mjög harðgerðar Fullorðnir fiskar losna við þessar rákir og eru með 5-6 doppur eftir búknum
Önnur tegund með ættir til Afríku sem hafa sloppið út í Everglades er þessi Rubrocatochromis. sp betur þekktar sem Demanta síkliður, en sökum stærðar eða frekar smæðar þá er hún ekki eins mikið vandamál, en allar tegundir sem koma nýjar inn í náttúrulegt lífríki eyðileggja út frá sér á einn eða annan hátt ,
Þessi gullmoli er á heimavelli því hann finnst eingöngu í Flórida . Jordanella floridae Þessi tegund er oft í búrum enda dugleg í að éta óæskilegan þörung og eins og flestar tegundir sem finnast í Everglades þolir hann talsvert saltara vatn en flestir ferskvatnsfiskar
Þessi tegund er ein af þessum tegundum sem mér finnst ég eigi að þekkja en nafnið dettur ekki inn í hausin Einfaldast er að bíða eftir einhverjum sem þekkir hana og lætur mig fá nafnið
Litlir gotfiskar finnast í flestum grynningum og er þar Gambusia holbrooki í meirihluta, hrygnan er grá og mjög lík villtri hrygnu frá Guppy, flestir hængar eru í sama lit en svart flekkótt afbrigði er einnig reglulega að finna innan um þá litlausu, ekki tókst að taka skýra mynd af hængnum á innfelldu myndinni en pindillinn sést samt vel undir honum Efst fyrir miðju sjást 2 Lucania goodei með blátt í uggum og rautt í sporði , ég sá þá ekki þegar ég tók myndina og á því enga mynd af þeim en annars eru fleiri tegundir þarna í fötunni ef vel er gáð
Þótt gaman sé að veiða í Everglades þarf að passa sig á Krókódílunum sem eru út um allt sem hræðast ekki fólk og því meiri hætta á að vera bitinn eða étinn í versta falli, Einnig eru komnar þangað Anacondur af stærri gerðinni svo stíga þarf varlega til jarðar þar sem er mikill gróður