Batovi Uruguay

Þar sem ég hef komið nokkrum sinnum til Úrúgvæ þá eru nokkrir staðir sem ég hef veitt nokkrum sinnum og er Batovi einn þeirra, þetta er ekki þægilegasti staðurinn til að veiða á þar sem það er mjög djúpt vatn við brúna og vanalega mikill gróður á bökkunum en alltaf kemur nóg af fiski upp á bakkann svo yfir engu að kvarta 

Stærðin á flotplöntunum er gríðarleg og erfitt að kasta neti nálagt þeim, en þarna vinstra meginn er Lynn að draga inn netið eftir kast sem vonandi hefur gefið eitthvað gott, á sama tíma sig ég á bakkanum með veiðistöng út í og sést rautt flotholtið fyrir miðri mynd, þegar stönginn er úti þarna er maður að reyna að ná einhverju af stærri tegundum sem eru á þessu svæði eins og td. Crenicichla, Wolffish og Barracuda 

Gymnogeophagus rhabdotus eða Batovi blue eins og þessi síkliða kallast er skemmtilega blá og rauð glæsileg tegund en eitt sem veldur því að ég eigi ekki þessa tegund sjálfur er að þær þurfa helst að ganga í gegn um kaldara tímabil nokkra mánuði á ári til að fá þá til að fjölga sér og setja td. vinir mínir í Þýskalandi þessa tegund út yfir sumartímann og ná þannig að fjölga þeim 

Stór tetra sem minnir vissulega á Buenos aires tetru og ung barracuda tegund sem gæti verið úr Acestrorhynchus ættinni. barracudan er vel tenntur ránfiskur sem flestir fiskar forðast og þar sem tetran er mjög svipuð á litinn ættu flestir fiskar að óttast hana líka 

Mikið er um litlar tetrur eða ættingja þeirra út um allt og erfitt að finna út hvað tegundirnar heita þar sem fæstar þeirra finnast í búrum og því lítið til af fróðleik en auðvitað kemur að því að nöfnin finnst og þá smella þau upp hér 

Australoheros scitulus er millistór síkliða þar sem bæði kyn eru í svipuðum lit en hængurinn aðeins stærri og með hvassari ugga, nokkrar tegundir og afbrigði finnast í Úrúgvæ af Australoheros sem og í nágrannalöndunum Argentínu og Brasilíu en einnig finnast tegundir í  Paraguay

Hér er Lynn að veiða með stórum háf sem virkar vel í grynningum eða í kring um plöntur, á myndinni sést vel hversu stór flotgróðurinn er á þessu svæði og ekki eru laufblöðin fyrir aftan hann heldur í minni kantinum, þarna er áin að koma innan úr skóginum sem vex meðfram ánni og í svona lygnum með gróður er oftast mikið um smáfiska og stærri syndandi um í leit að þeim minni 

Þessir gætu verið einhverjar Prochilodus tegundir eða eitthvað skildir þeim, Prochilodus eru grænmetisætur og eru margar tegundir til víðs um suður-ameríku, ég veit lítið um þessar tegundir enda ekki settar í fiskabúr svo ég viti nema flagtail tegund frá Amason

Þarna stend ég ofan á veginum við brúna sem sést á fyrstu myndinni og eins og sést þá er ekki langt að labba úr bílnum á svæðið svo einfalt er að fara í bílinn og skifta um veiðigræjur eftir því hvaða fiska maður vill reyna að ná, stór tré veita skugga svo einfalt er að setja fötur með fiski í skugga svo að vatnið ofhitni ekki á meðan maður veiðir 

Cichlasoma dimerus er flott síkliða sem finnst víða í Úrúgvæ og er aðeins litar munur eftir svæðum en einnig finnast fleiri tegundir af Cichlasoma þarna þótt ég haldi að þessi sé sú eina með nafni en við höfum td. fundið tvær nýjar tegundir af Cichlasoma í sitt hvorri ferðinni og verður gaman að fylgjast með þvi ef einhver fer í það að tegundargreina þær og gefa þeim nafn 

ítill Hoplias ránfiskur sem kallast Wolf fish en af Hoplias eru 3 tegundir í Úrúgvæ, og af öllum þeim tegundum sem eru með stórar og beittar tennur þá pössum við okkur langmest að labba ekki fram á Hoplias með hrogn eða seiði þvi þeir ráðast á mann og beita stórum og öflugum tönnum sem minna á tennur í úlfum.
Á næstu mynd sést stór kuðungur sem lifir í vatni en hrygnir fyrir ofan vatnsborðið á hvað sem er hvort sem það er tré, steinn eða bara næsta brú og eru eggin skemmtilegur bleikur klasi 

Hængur af Gymnogeophagus gymnogenys í kvöldsólinni, þessi ætt Gymnogeophagus er skrautleg og þá sérstaklega hængarnir þótt í sumum tegundum séu hrygnurnar nokkurn vegin eins en hjá þessari tegund fær hængurinn smá hnúð á hausinn með lit inní , í mínum fyrstu ferðum var bara búið að nefna örfáar tegundir og þekkti ég þær bara því með nafni lækjarins en síðustu ár hafa flestar tegundir af Gymnogeophagus fengið nafn en erfitt er að finna það út því lítið er komið á netið en það ætti að breytast með tíð og tíma  

Ungur gængur að byrja að fá bláu blettina og oddhvassa ugga sem er mjög algengt að hængar fá hjá síkliðum, ég man ekki hvort það hafi verið tvö litarafbrigði af þessari tegund þarna eða hvort þessi eigi eftir að taka sama lit og hængurinn að ofan svo ég þarf greinilega að komast aftur í þessa á og fá það staðfest persónulega 

Þessi fína skjaldbaka kom í háfinn í eitt skiftið þegar reynt var að veiða tetrur en þetta gerist af og til að skjaldbökur komi óvart í netin, nokkrar tegundir af skaldbökum hafa komið í háfana hjá okkur og meira að segja beit ein á hjá Ken félaga mínum þegar hann var að reyna að veiða Crenicichla í á við Brasilíu sem kom skemmtilega á óvart þar sem við fylgdumst með honum landa skjaldbökunni viss um að hann væri með stórann kattfisk

Lítill pleggi sem ég á að vita nafnið á eða eiga niður skrifað  og Hisonotus tegund sem eru til nokkrar í Úrúgvæ og ég þekki því miður ekki of vel í sundur 

Crenicichla scotti ein af nokkrum tegundum af Crenicichla sem veiðast í Úrúgvæ og telst þessi seiði þar sem þær verða talsvert stærri
og á næstu mynd er ein af mörgum tegundum af hnífafisk sem veiðast í landinu, ég held þessi sé í Gymnotus ættinni en þarf að fá það staðfest hvort þetta sé Gymnotus omarorum

Aegla krabbi í hendi er betri en tveir þrestir  í skógi eða hvernig sem máltækið er, þessi tegund af kröbbum sem skildir eru kuðungakröbbum finnst í nokkrum löndum í suður ameríku og eru til tugir tegunda af þeim sem mér fannst magnað þar sem ég hafði aldrei heyrt á þá minnst fyrr en ég fann einn í minni fyrstu ferð í Úrúgvæ  

Þessi kattfiskur fer oftast fram hjá manni þar sem hann grefur sig í sand og maður er sjaldan að veiða fiska ofan í sandinum en auðvitað ætti maður að prufa það oftar, einhvern staðar sá ég svipaðan fisk í Trichomycterus ættinni en hvort þessi vilji kannast við það veit ég ekki 

Þótt þessar flotplöntur séu stórar og flottar og frábærar fyrir fiska að fela sig í þá eru þær erfiðar fyrir okkur sem veiðum og þarna inní gætu verið margar flottar tegundir en eina leiðin til að reyna ná þeim fiskum væri að eyðileggja plönturnar og það gerum við aldrei því þær eru forsenda fyrir því að allir stofna nái að fjölga sér og fjölbreytnin haldist í ánum og fyrir okkur eins og aðra hugsandi menn þá er mikilvægt að geta komið aftur og aftur á sama staðinn vitandi að hann er fullur af fiski og lífríkið í lagi 

Brúin er skemmtilega myndvæn og ekki skemmdi fyrir að það var logn þegar myndin var tekin 
og þrátt fyrir að ég hafi veitt nokkrum sinnum þarna þá hef ég aldrei veitt hinum meginn við brúna  enda engin ástæða til þegar nóg er af fiski hérnameginn 

Twitter
Youtube
Scroll to Top