Það eru til margar tegundir af Ancistrus en flestar sem við erum með hér í búrum eru blandaðar og eru því ekki með latínu heiti en þær hafa verið ræktaðar í ýmsum litum og með slöri, sem er þegar uggar og sporður eru miklu lengri Þessar tegundir hafa verið kallaðar Brúsknefir hérlendis, en hængarnir fá brúsk á nefið ef svo má segja En seiði ungfiskar og hrygnur fá ekki brúsk þótt sumar hrygnur geti fengið smá vöxt á vörina