Skjaldbaka Slóvakíu 

Ég var um vor að leita að froskum við stöðuvatn rétt fyrir utan Bratislava í Slóvakíu þegar ég sá þessa skjaldböku í fjarska, ég hafði lesið að landskjaldbaka fyndist á þessum slóðum svo ég varð spenntur, en þetta reyndist vera Trachemys scripta elegans

Þetta er norður-amerísk tegund sem sleppt hefur verið í náttúruna eftir að hafa verið gæludýr, það eru komnir smá stofnar af þessari tegund víða í Evrópu eftir að fólk sem ekki veit betur sleppir þeim í náttúruna, en í flestum tilfellum hefur það slæm áhrif á vistkerfið að fá dýr eða plöntu inn í umhverfi sem hefur þróast án þeirra 

Með því að læðast náði ég að komast nálagt henni, mig grunaði að hún vildi heldur baka sig í sólinni heldur en að skella sér í kalt vatnið og þótt hún væri tilbúin til að stökkva þá sat hún þarna eftir að ég var farinn framhjá , þessi tegund er ein vinsælasta skjaldbakan til að halda sem gæludýr en sökum þess hversu vel henni gengur að aðlagast nýjum heimkynnum eftir að fólk sleppir henni lausri þá er hún núna bönnuð til innfluttnings í mörgum löndum 

Twitter
Youtube
Scroll to Top