Algengasti snákurinn sem ég sé í ferðum mínum um mið evrópu er natrix natrix og er það trúlegast mest vegna þess að einfaldara er að sjá hann syndandi í vatni heldur en þá snáka sem skríða í grasi og laufinu Þeir kallast líka grassnákar og finnast víða um Evrópu þeirra aðalfæða er froskdýr og á ég video af einum stökkva á land með froskalirfu
Ég er þarna við vatn í Slóvakiu að mynda Bufo bufo í mökunar og hrognaframleiðslu þegar ég geng fram á vatnasnák
Á vorin er vatnið kalt og betra að vera í sólinni að hita sig svo hann stökk ekki út í vatnið eins og þeir gera vanalega
Þetta er ekki eitruð tegund svo ég fór nær til að fylgjast með en ekki svo nálagt að hann yrði að stökkva í vatnið
Hann hefur verið um 150 cm eða nálagt fullri stærð sem er gefin upp 180 cm
Og auðvitað brá mér þegar annar fór af stað sem ég hafði ekki séð og hann elti hinn út á greinarnar
Og sá þriðji rétt við lappirnar á mér sem var minnstur eða um 100 cm
Kalt vatn og þeir komnir út á greinar sem er erfitt að fela sig í fyrir rándýrum og fuglum sem borða þá svo þeir snéru við
Það var greinilegt að þeir voru að plana hvernig þeir kæmust til baka fram hjá þessari myndavél og manninum á bak við hana
Þeir settu sig í ógnandi stellingar og tungan gékk út og inn svo ég ákvað að leifa þeim að komast í felur áður en þeir færu að hvæsa og stökkva fram með opin munn eins og þeir geta gert til að verja sig, bit er alltaf bit þótt það sé ekki eitrað og betra fyrir bæði snákana og mig að skilja sátta