Phrynops hilarii

Þegar Ken vinur minn kallaði í miðri veiðiferð í Úrúgvæ að hann hefði sett í stóran fisk sem erfitt væri að draga inn urðum við spenntir að sjá hvað kæmi á land en þegar skjaldbaka birtist urðum við meira hissa en spenntir í fyrstu 

Þetta reyndist vera Phrynops hilarii sem finnst í Úrúgvæ og Brasilíu sunnanlega, sem við getum staðfest því þessi á sem við veiddum í er í raun landamæri þessa tveggja landa, einnig finnst hún í Argentínu 

Þessi tegund verður um 40 cm og er alæta, svört rönd gengur í gegn um augað á þeim og gefur þeim skemmtilegt útlit 

Þetta er karldýr sagði  Felipe sem var okkar leiðsögumaður þegar hann sneri henni við, hvernig hann sá það veit ég ekki og þar sem ég spurði hann ekki út í þetta þá er ég  ekki hæfur til að kyngreina þessa tegund ef ég veiði hana síðar 

Ekki veit ég hvaða nafn er notað um þessa tvo spotta sem hanga neðan úr hausnum á þessari tegund, sem gætu nýst eins og skynjari í myrkri eða til að finna fyrir krabbadýrum á botninum en öðruvísi eru þeir en maður er vanur 
Felipe sem fyrir skemmtilega tilviljun átti afmæli þennan dag og vantaði karldýr af þessari tegund fyrir tvær dömur sem hann átti heima hjá sér í Salinas í Úrúgvæ tók hann með sér heim í von um að geta fjölgað tegundinni 

Twitter
Youtube
Scroll to Top