Ég var oft að litast um eftir Bombina variegata froskum þegar ég gekk eftir lækjum, eða með vötnum í Slóvakíu vitandi að þeir væru í landinu en aldrei létu þeir sjá sig
Eftir að hafa komist yfir náttúrubók á Slóvensku bað ég um þýðingu á því sem sagt var um þessa tegund og var þar tekið fram að þeir vildu ekki hreint vatn og væru frekar í „drullupollum“ svo ég leitaði í óhreinna vatni sem var staðnað eða ekki spennandi fyrir aðra froska en líka án árangurs
Loksins ákvað ég að leita bara í alvöru „drullupolli “ meira svona upp á grínið
Og viti menn þarna lá fullvaxinn Bombina variegata froskur sem ég átti ekki von á þótt ég væri að leita að honum í þessum polli
Ég var að rölta þarna upp í neðri Tatry fjöllum í um 800 mtr hæð yfir sjávarmáli og var að mynda fiðrildi svo engir háfar eða verkfæri með í för fyrir “ drullupolla “ en stórt laufblað svipað rabbabaralaufi lá við veginn og notaði ég það til að róta í pollinum og halakarta kom á land
Síðan kom einn lítill B. variegata á land. Á þessari mynd sjást lirfur frá moskítóflugum sem eru góð fæða fyrir froskana, og trúlegast leita þeir í þessa polla sem eru vinsælir hjá moskítóflugum til að verpa í, og fyrst engir fiskar eða önnur dýr lifa í svona pollum sitja froskarnir og lirfurnar ein að kræsingunum
Betri er einn froskur í hendi en tveir í skógi segir ekkert máltæki, en eftir talsverða leit á vitlausum stöðum held ég loksins á mínum fyrsta villta Bombina frosk sem er skemmtilega appelsínugulur á maganum
Bombina variegata finnst í mið og suður-evrópu og syðst í Þýskalandi, þeir eru 3-6 cm og hjálpar sú stærð lítið við að finna þá og hef ég örugglega oft labbað fram hjá þeim þegar ég var að leita að þeim Og þar sem þessi tegund er komin af “ gaman væri að finna “ listanum þarf ég að reyna að finna ættingjann Bombina Bombina sem einnig finnst í mið-evrópu