Bufo bufo

Vor í Bratislava höfuðborg Slóvakíu og ég er að skoða þrjú vötn sem þar er að finna í von um eitthvað skemmtilegt í grasi eða vatni, fyrstu tvö vötnin voru útivistarsvæði svo lítið var um fína drætti en þriðja vatnið sem er erfitt að labba í kringum var því ákjósanlegt fyrir ýmis dýr

Bufo bufo karldýr á botninum umkringt  þráðum með eggjum sem er eftir þessa tegund ,eitthvað hlítur þessi eggja þráður að kallast og ef þú veist hvaða nafn er notað um þetta endilega senda mér línu svo ég geti haft rétt nafn 

Ég var ekki viss hvort ég hefði misst af öllu fjörinu og varð því ánægður að geta náð mynd af pari sem var enn að dreyfa eggjaþráðum, karldýrið sem er ofaná frjógvar eggin eftir að kvendýrið sleppir þeim út svo þau frjógvast í vatninu 

Greinilegt er að hér hefur kvendýrið farið hringi í kring um þessa grein með karldýrið á bakinu, en oftast virtust þær fara meira bara beint áfram 

Mikið var um þessa þræði en einnig höfðu einhverjir froskar af Rana sett sínar hlaupklessur í vatnið, en ég var ekki eins heppinn að hitta á þá í þeim leik sem hefði líka verið gaman að sjá 

Þegar ég fór innar með vatninu byrjaði ég að sjá mikið af pörum upp á landi og þar sem kvendýrin voru mjög róleg hvort sem það var eftir hrygninguna eða bara af því að hafa karldyrið hangandi á sér í allt of langan tíma, þá komst ég nægilega nálagt þeim til að taka nærmyndir sem er sjaldnast hægt með froska nema að taka þá upp 

Ég hafði ekki fattað áður hversu margir litatónar væru á þessum froskum þar sem oftast hafði ég bara séð þá staka utan fengitíma en þar sem þarna voru þeir í pörum og það mörgum var gaman að bera saman litina á þeim 

Þessi tegund finnst út um alla Evrópu fyrir utan nokkrar eyjar og erum við þar með talin, kvendýrið verður 15-18 cm en karldýrið talsvert minna, Bufo tegundir  eru körtur og voru lengi kendar við nornir og galdraseiði sem gæti hafa tilkomið vegna þess að þær gefa frá sér vökva ef á þær er ráðist sem getur valdið dauða minni dýra 

Stundum er keppnin um kvendýrið full mikil og hér eru allt of mörg karldýr að slást um að fá réttinn til að fjölga sér 
Þessi tegund er lítið á ferli yfir daginn en meira þegar það fer að rökkva, hún heldur sig út af fyrir sig nema á vorin þegar þær stefna á næsta stöðuvatn til að hitta tilvonandi maka 

Twitter
Youtube
Scroll to Top