Þessi tegund gengur undir nokkrum enskum heitum eins og td. arrowana knifefish, hún kemur frá vestur-afríku og finnst þar í mörgum löndum í mörgum vatnasvæðum, hún heldur sig á gróðurmiklum stöðum og í lygnum svo trjárætur og mikill gróður og lítil hreifing á vatni væri góð uppsetning fyrir P.afer
Þessi tegund verður 60 cm í búrum, og þar sem þessari tegund mislíkar við flesta fiska og sérstaklega þegar hún stækkar er best að hafa bara einn fisk í búrinu þótt brynvarðir pleggar séu oftast látnir í friði, sumir hafa samt alið þessa tegund upp með öðrum stórum fiskum án vandræða og alveg hægt að prufa sig áfram ef aukabúr eru til að bjarga þeim sem undir verður
Þessi er ungur og bara um 16 cm en var samt til vandræða í sínu búri þar sem hann tók sporð og styrtlu af Channa snakehead, þessi verður monster og er bara fyrir stærri búr þegar hann stækkar en flottur og virðulegur engu að síður