Þetta er hængur af C. decemmaculatus hrygnan er með sömu merkingar en þéttari í laginu, þennan fisk veiddi ég í Úrúgvæ en tegundin finnst einnig í Argentínu, hængurinn um 3 cm og hrygnan aðeins stærri, þetta er mjög harðgerð tegund sem þolir lágan hita
Þarna er hængur neðst og síðan hrygnur af Phalloceros caudimaculatus ( one spotted livebearer ) sem ég veiddi einnig í Úrúgvæ. 10 tegundir eru skráðar í Cnesterodon ættina en lítil hætta á að finna þær í fiskabúðum því mjög fáir villtir gotfiskar rata þangað en talsvert er samt um hobbyista um víða veröld sem safna þessum tegundum en oftast þá þeim sem eru að deyja út sökum mengunar og/eða uppþornunar lækja og vatna