Girardinus metallicus

Þessi tegund kemur frá Kúbu og kosta rica þar sem hann finnst í litlum lækjum og vötnum
þeir eru líka í hálfsöltu vatni svo best er að halda sýrustigi háu eða setja smá salt í búrið 
Þetta er hængur eins og sést á óvenjulega löngum pindli, innfelda myndir sýnir vel svarta litinn sem liggur frá pindli upp að munni 

Hrygnan er litlítil en svartur flekkur er á bakugga sem hindrar að henni sé ruglað saman við guppy hrygnu 
Hrygnan verður 4-6 cm en hængurinn 3-4 cm 
hrygnan eignast lifandi afkvæmi á um 4 vikna fresti ef aðstæður eru hentugar, og eins og með flest allar tegundir gotfiska er best að hafa þéttan gróður svo seiðin komist undan gráðugum fiskum

Twitter
Youtube
Scroll to Top