Margar tegundir af Demanta síkliðum hafa verið fluttar inn frá Afríku í árana rás og hér áður heldu menn að þessa væri bara ein tegund og þess vegna var ýmsum tegundum blandað saman
Allar eiga það sameiginlegt að gæta hrogna og seiða og er þægilegt að setja blómapott ofan í búrið fyrir þær að hrygna í, skemmtilegt er að fylgjast með parinu með hrogn og seiði og eru seiðin talsvert öðruvísi en foreldrarnir með svarta rönt eftir endilöngum búknum
Þar sem ekki er hægt að segja með vissu hvort eða hvað hefur blandast í stofninn þá er einfaldast að tala bara um Demantasíkliður fyrir þær sem ekki koma með uppruna merkingu
Blátt afbrigði kom fram fyrir nokkrum árum og er video neðst sem sýnir par með seiði, hvort þeir hafa verið ræktaðir út frá hreinni tegund veit ég ekki en það er alltaf möguleiki
Þar sem hver sem er getur sett inn mynd og nafn á netið, þá er oft erfitt að skoða myndir þar og bera saman við þá fiska sem við höfum
En reglulegar ferðir áhugamanna og vísindamanna til vestur -afríku ásamt nýrri stokkun á ættinni frá Dr. Anton Lamboj þá er orðið einfaldara að fá hreinar tegundir
En fyrir hinn venjulega fiska áhugamann sem er að leita að fallegum litum skiftir kannski ekki eins miklu máli að vera með hreina tegund
En Demantasíkliður eru upp til hópa frekar grimmar og þá sérstaklega á hrygninga tíma og þegar þau eru með hrogn eða seiði, þá er nauðsynlegt að vera með ágætlega stórt búr og hraðsynda fiska með þeim en ef þeir eru búnir að parast þá geta þeir verið einir í litlu búri 54 ltr eða stærra
Blue finnst ekki í náttúrunni, en er sagður framræktaður litur af lifalili, þetta par var í búðinni með seiði Eins og venjan er með marga Rubricatochromis þá verður parið mjög grimmt á hrygningar tíma og í litlum búrum drepa þau aðra fiska sem ekki geta forðað sér í skjól og er því best að leifa þeim að hrygna í sérbúri nema búrið sé stórt og með mikið af felustöðum