Rubricatochromis stellifer

Hrygna með seiði 
þessi tegund finnst í Miðbaugs-Gíneu og Kongó í vestur-afríku

Hængur með seiði 
Stærðin gefin upp 10 cm en þessi hængur var nær 8 cm 

Þetta eru sömu fiskar og hér fyrir ofan,
þarna er ég nýbúinn að fá þá sem ungfiska og voru litirnir í takt við það,
þegar þeir stækkuðu þá pöruðust þeir og fóru að hrygna án þess að ég gerði mikið fyrir þá sem er algengt með margar tegundir af Rubricatochromis 

Þetta er hængurinn fyrir ofan í allt öðrum litbúningi 
22-26c er fínn hiti þótt þeir hafi hrygnt í aðeins kaldara hjá mér 

Parið með seiði, hængurinn var mjög stressaður og sýndi allt öðruvísi liti en hann var vanur, en það sést vel á honum á öllum þessum myndum hversu ólíkur hann getur verið og er það eins með margar síkliður og er það oftast ekki til að einfalda tegunda greiningu 

Twitter
Youtube
Scroll to Top