Xenodon dorbignyi

Þessi fallegi snákur er einn af mörgum svokölluðum Hognose ( svínsnef ) tegundum sem finnast í Suður-ameríku þessi var í Úrúgvæ

Hér er halinn gerður að haus ef svo má komast að orði, en með því að setja halan svona upp í loft þá aukast líkurnar á að sleppa ef rándýr ræðst á snákinn því rándýr ráðast fyrst og fremst á hausinn 

Þessi var að skríða yfir veg inn í Salinas sem er úthverfi við ströndina í Úrúgvæ, hann er ekki eitraður og virðist ekki einu sinni bíta sem margar tegundir gera þótt þær séu ekki eitraðar, en eins og annarsstaðar sem ég fer þá er nauðsynlegt að vera með heimamanni sem þekkir náttúruna til að vita hvað má snerta og hvað ekki 

Af 38 þekktum tegundum af snákum í Úrúgvæ eru 3 í þessari ætt en þetta er sú eina sem ég hef séð, Ef þú skoðar hreistrið þá sést hversu mismunandi hvert hreistur getur verið á litinn 
Þrátt fyrir að vera ekki eitraður er mjög algengt að fólk drepi þessa snáka bara vegna vanþekkingar og tókum við því þennan með okkur út fyrir þorpið og slepptum honum á betri stað 

Twitter
Youtube
Scroll to Top