Homonota uruguayensis

Hér er ég við læk í Úrúgvæ sem heitir Cda de los Novios og veiðast margir skemmtilegir fiskar þarna, en þessi litla brekka er kjörstaður til að finna ýmis skordýr og skriðdýr svo ég fór og velti við steinum og fann ýmislegt skemmtilegt 

Eina eðlan eða gekkó sem ég fann var af tegundinni Homonota uruguayensis, þetta er lítil tegund sem vildi ekki láta taka af sér mynd svo það endaði með að hún var tekin upp ásamt nokkrum maurum sem hengu á henni

Þegar hún var sett niður sleppti hún halanum sem spriklaði á jörðinni sem er náttúruleg varnarviðbrögð því rándýr ráðast á hreifinguna og á meðan kemst eðlan undan, halinn vex svo á hana aftur og sér maður oft eðlur með mis þykka hala sem eru að vaxa aftur 

Gékkó geta lappað á hvolfi eins og sést á efri innfelldu myndinni því þeir eru með sérstaka þræði á fótunum sem grípa í minnstu holur sem þeir finna, og geta þeir því td. labbað á  á gleri, hin innfelda myndin er af einni af nokkrum tegundum af kaktus sem þarna var að finna 

Twitter
Youtube
Scroll to Top