Caiman latirostris

Bella Union er þjóðgarður sem liggur á landamærum Úrúgvæ, Argentínu og Brasilíu þar sem Rio Uruguay og Rio Quaraí mætast og skifta löndunum upp, er svæði með mikið af vötnum og tjörnum og miklu lífríki og þar er gamana að veiða. Þessi brúna tjörn er staður þar sem var verið er að taka sand upp í vegagerð og vatnið því brúnna en gengur og gerist á þessu svæði, annað tært vatn sést ofar á myndinni 

Í svona stórri tjörn er gaman að nota stóra netið, Þarna eru Felipe og Pedro að draga netið inn og Paul að fæla fiska úr gróðrinum inn í netið. Mér voru sagðar sögur af stórum kattfiskum úr þessari tjörn árið áður og varð ég því spenntur þegar eitthvað flykki sprikklaði í netinu og stærðarinnar kattfiskur birtist með breitt trýni.
 Eitthvað fannst mér skrítið að fiskurinn kom upp á land á fleygi ferð í áttina að mér og þá sá ég að hann var með lappir sem í smá stund var of mikið fyrir hausinn á mér eftir mikla sól, ahh krókódíll, en sem betur fer beygði krókódílinn áður en hann hljóp á mig og skellti sér aftur ofan í vatnið 

En þar sem tjörnin er mjög dökk þá var erfiðara fyrir þá að forða sér frá okkur og náðum við öðrum ungum Caiman þegar netið var dregið til baka  og auðvitað þurfti ég að fá mynd af þessari fallegu skeppnu 

Þótt þessi sé lítill þá er samt ekki gott að lenda í því að verða bitinn en það góða við þessa tegund þarna í Úrúgvæ er að hún er mjög fælin og forðast mannfólk og því vonlaust að ná af þeim myndum nema vera með svaka græjur, stærstu karldýrin verða um 3 metrar en eru algengastir um 2 metra 

Nokkrum vötnum frá þessum stað eru friðuð vötn sem ekki má fara í og þar eru þeir að fjölga sér í friði og þar sem þeim fer fjölgandi þá sjást þeir lengra og lengra frá þessum vötnum með hverju árinu 

Twitter
Youtube
Scroll to Top