Rubricatochromis Lifalili Moanda

Þetta er ein af afrískum síkliðum sem kallast „Demanta síkliða“ en þetta eru nokkrar tegundir svo erfitt að nota bara eitt nafn 
Hér eru þeir í felulitum eða ungfiskalit ný komnir í búr 

Hér er hængur að byrja að taka lit, þessi tegund kemur frá Kongó og verður um 10 cm þetta er ákveðin tegund en er samt ein sú rólegasta í þessri ætt 

Hér er hrygna að detta í hrygningar búning hún verður mjög rauð en neðsti þriðjungur búksins verður gulur 

Hér er par með seiði í 600 ltr gróðurbúri hjá mér og þrátt fyrir lítil gæði á þessu, þá sést hvernig neðri hlutinn á þeim verður gulur þótt það sjáist ekki vel á þessu myndbandi

Twitter
Youtube
Scroll to Top