HVAÐ ER AÐ GERAST Á BAKVIÐ TJÖLDIN

Ungt seiði af spænskri salamöndru ( Pleurodeles waltl ) hér um 15 mm svo langt í fullorðinsstærð sem er um 20 cm

Ég eignaðist nokkra villta Cyphotilapia gibberosa Moba stundum kallaðir Blue zaire 
Þetta er hrygna og eins og sést talsvert blárri en hefðbundnar Frontosa tegundir 

Cryptoheros sajica hrygna með seiði, eins og margar aðrar tegundir af amerískum síkliðum þá skiftir hún lit í hrygningu og seiða uppeldi 

Cribroheros robertsoni er tegund sem ég hef ekki átt áður og verður gaman að fylgjast með þeim vaxa og taka meiri lit 

Trichromis salvini ein af mörgum millistórum síkliðum frá mið-ameríku 

Rubricatochromi lifalili frá Moanda með seiði 

Lamprologus markerti hrygna, hængurinn er stærri og blettóttur og er mynd af einum neðar hér á síðunni 

Hængur af Macropodus opercularis, hængar fá lengri og stærri ugga en hrygnurnar og bjartari liti 

Corydoras sterbai ein af þeim sem átti hrogn og seiði á þar næstu mynd fyrir neðan 

Febrúar 2023

Astronotus ocellatus 
Astronotus tegundir eru betur þekktar sem „Óskar“ eða Oscar á ensku
Þetta er villt afbrigði, ég fékk tvo og eru þeir í einu af mínum 720 ltr búrum 

Corydoras sterbai hrogn og seiði ( sjá tegund 2 myndum ofar )

Janúar 2023

Hemiodus gracilis er hópfiskur sem verður um 15 cm, þessir eru í búðinni og væru flottir í stóru búri með greinum og gróðri 

Melanotaenia maccullochi er lítil tegund af regnbogafisk 6-7 cm sem verður fallegri í gróðurbúri 

Desember 2022

Nýjasta tegund af síkliðum hjá mér er Haplochromis thereuterion sem kemur frá Viktoríu vatni í Afríku, 

Þessa rækju tegund fékk ég í fyrsta sinn í des 22, þetta er Macrobrachium scabriculum frá Indlandi, þær sleppa eggjum út í sjó í náttúrunni svo erfitt er að fjölga þeim,

Brycinus longipinnis hængur að fá lengingar í bakuggan, þetta er sæmilega stór tetra frá vestur-afríku, finnst td. í Kamerún þar sem ég sá þessa tegund í náttúrunni. Þetta er flott tegund í hóp í stóru búri 

Nóvember 2022

Crenicichla strigata ungfiskur um 8 cm ca. verður um 30 cm með tímanum, ég er með nokkra sem fara í 800 ltr búr þegar þeir stækka 

Lítill Fahaka puffer Tetraodon lineatus hann verður rákóttur með tímanum 

Rubricatochromi lifalili  Moanda voru ekki lengi að koma sér vel fyrir í 600 ltr gróðurbúri og taka lit

Október 2022

Rubricatochromi lifalili frá Moanda nýkomnar í búr hjá mér og því litlaus 

September 2022

Hypselecara temporalis hængur um 30 cm á stærð, hann og hrygnan hans hrygna mjög reglulega en missa hrognin í fungus áður en þau klekjast út en það gerist oft með fiska sem eru að hrygna í fyrstu skiftin

Amatitlania „honduran red point“ hrygna í 720 ltr búri 

Hypsophrys nicaraguensis hængur sem er í 720 ltr búri með hrygnu og fleiri amerískum síkliðum eins og td. þessum sem eru á myndunum fyrir ofan 

Ágúst 2022

Hængur af Amatitlania nanolutea
Nokkur seiði á uppleið af þessari tegund 

Ptyochromis sp. “hippo point salmon” hængur 
 ég á líka 3 hrygnur og vel af seiðum

Hængur af Lamprologus markerti, þessi tegund er með lítinn sundmaga og sekkur því niður ef hún syndir ekki, enda frá neðri Kongó ánni sem er straumharðasta á í heimi, ég hef fengið seiði en of margir fiskar í búrinu svo þau komust ekki upp 

Júlí 2022

Ég eignaðist nokkra Hypselecara temporalis í viðbót svo ég neyðist til að stara nýju 700 ltr búri til að minka álagið á búrið sem þær eru í nú þegar í með mörgum Heros og Uaru

Hængur af redtail splitfin ( Xenotoca eiseni ) Gotfiskur frá Mexikó Hrygnan er með sama búklit og lögun en ekki með litinn á sporði og styrtlu, ég er kominn með nokkur seiði undan þeim og fleiri á leiðinni 

Nokkrar  Uaru amphiacanthoides síkliður eru í 700 ltr búri hjá mér ásamt öðrum stórum síkliðum

Sjaldan sem ég man eftir að taka mynd af seiðum en þetta eru seiði frá Herotilapia multispinosa sem er ein af einfaldari síkliðum til að rækta 

Juni 2022

Glæsilegur fahaka puffer ( Tetraodon lineatus  ) kemur frá Afríku, puffer eru með tennur sem bryðja kuðunga skeljar og humra niður eins og ekkert sé og það sem áður taldist vandamál að of margir kuðungar væru í búri er núna orðið vandamál ef ég finn ekki kuðunga í búrum  

Par af villtum guppy, er með villtan stofn í kjallaranum sem er að fjölga sér eins og guppy eru þekktir fyrir 

Channa Bankanensis, Channa eru kallaðir snakehead og eru til yfir 50 tegundir sem eru allar ránfiskar 

Hængur af Herichthys carpintis að stækka hjá mér ég er með nokkra og eru þeir komnir í hrygningar stærð en eru í erfiðu búri til að geta hrygnt eins og er 

Mai 2022

Loricaria seiði, ég er með stofn frá 2013 sem hrygnir af og til og eitt og eitt seiði kemst upp og komnir nokkrir ættliðir en núna setti ég þá í sér búr til að reyna að koma fleiri seiðum á legg, 

Ungt par af Hypselecara temporalis hrygndi í mai í 800 ltr búr, þetta var þeirra fyrsta hrygning og tókst hún ekki eins og algengt er með fyrstu hrygningar hjá mörgum síkliðum, 

Ancistrus snow white hængur fyrir utan hellirinn sem hann tælir hrygnurnar inní til hrygninga og hefur hann komið upp nokkrum hrygningum þarna 

Ein af tugum tegunda af Malawi síkliðum sem ég er með er Cynotilapia afra red top likoma,þetta er aðal hængurinn, hrygnurnar hafa ekki haldið hrognunum lengi og étið þau svo ég þarf að fylgjast með og ná hrygnu stuttu eftir hrygningu 

Strigatus/dragon blood blanda,
hængarnir skemmtilega hvítir , þessi blanda kom óvart og þótt ég sé lítið fyrir blandanir þá er þessi ekki líkur neinum fisk úr náttúrunni og því ekkert mál að eiga þá án þess að eiga á hættu að þeim sé ruglað saman við einhverja náttúrulega tegund 

April 2022

Corydoras loxozonus á anubias, ég er með nokkrar ungar C. loxozonus í kjallaranum ásamt nokkrum öðrum tegundum af Corydoras sem ég ætla að fjölga, þessar eru rétt hálfvaxnar svo einhver tími í að þær verði kynþroska, svo lítið hægt að gera á næstunni en þannig er það oft í þessu hobbýi að maður þarf stundum að bíða mánuðum eða árum saman til að geta reynt að fjölga ákveðnum tegundum 

Hrygna af Labidochromis mbamba að tína upp hrogn og hængurinn að frjógva þau á sama tíma, sem er aðferð sem munnklekjarar nota 

Mars 2022

Þetta seiði er ekki fiskur þótt útlitið bendi til þess, þetta er froskur, ég er með tríó af  Xenopus laevis sem er afrísk klófroska tegund og þeir voru duglegir að hrygna í mars 

Febrúar 2022

Aplocheilus lineatus seiði í kjallaranum 3-4 millimetrar að lengd svo myndin er ekki mjög skýr.

Janúar 2022

Þessi killífiskur kemur frá eyju fyrir utan Afríku sem heitir Zanzibar, þeir komu til landsins sem hrogn og klöktust út í Hveragerði en komu síðan til mín, eitt par fór út í bæ og sá aðili er að taka hrogn undan þeim til að klekja út síðar enda þurfa þessi hrogn að fá þurkatímabil til að klekjast út 
Nothobranchius guentheri zanzibar

Eitt af nokkrum afbrigðum af endler guppy sem ég er að rækta er Poecilia wingei var. „El Tigre“ 
Hængarnir eru skemmtilega grænir en hrygnurnar litlausar, þessi stofn hefur fjölgað sér hægt svo hann hefur ekki enn komist í búðina 

Tveir hængar af Tateurndina ocellicauda, goby sem kemur frá Papúa nýju gíneu 
Þessir eru ræktaðir hér heima og ætla ég að gera hið sama ef ég finn rétta búrið fyrir þá, hrygnan er svipuð en litminni 

Desember 2021

Síðasti fiskur ársins er kallaður Risadanio eða Devario aequipinnatus á latinu, hraðsyndur hópfiskur sem verður 8-10 cm og sögur til af þeim upp í 12 cm allavega 

 Sarotherodon galileus Síkliða sem kom fyrir mistök til landsins, hún verður 35-40 cm og væri fín í aquaponics þar sem hún er harðgerð en þangað til ég finn einhvern sem hefur áhuga á henni syndir hún um í einu af mínum búrum 

Heros gold voru að hrygna í dag ( 20 des ) parið sem er eitt í um 300 ltr búri og sést á myndinni ( hrygnan ekki vel ) þau hrygndu fremst í búrið sem er verra þar sem þau stressast þegar ég labba framhjá og búrið er í rekka í gangi sem ég labba mikið um , Hængurinn er nokkurra ára gamall en hrygnan yngri og er hún undan þessum hæng, þau hafa hrygnt áður í 500 ltr búri sem var með of mikið af fiskum svo þau náðu aldrei að koma upp seiðum,  en vonandi tekst það núna svo ég nái hrogna og seiða myndum 

Hrygna ( undan Flowerhorn og Cintrinellus) sem ég setti í skammakróginn með blood parrot hæng í 70 ltr búr eftir að þau tuskuðu stórt Óskar par til í 500 ltr búri. Hún gerði sér lítið fyrir og hrygndi á botninn á búrinu sem er allt of lítið fyrir þau en þeim er greinilega  alveg sama, Hængurinn er mögulega ófrjór sem er algengt með blood parrot hænga 

Hrogn frá Aplocheilus lineatus pari sem er að hrygna þessa dagana í garn moppu.  
Parið er á innfeldu myndinni hrygnan fyrir framan en hængurinn sem er litmeiri fyrir aftan 
hrognin klekjast út á 12-14 dögum 

500 ltr
Uppeldisbúr með ýmsum tegundum af síkliðum, vestur afríska tríóið mitt af Coptodon tholloni
Slatti af Texas síkliðu Herichthys carpinte stakur firemouth Thorichthys meeki tveir Trichromis salvini tveir Hypsophrys nicaraguensis nokkrir Paraneetroplus bulleri slatti af Herotilapia multispinosa stakur panamensis og eitthvað fleira
Ég er í einhverjum vandræðum með að setja há gæði á myndbönd svo lélegar útgáfur koma þar til það verður lagað en þá get ég sett inn original myndbandið 

Í einu af mínum 800 ltr búrum er ég með hóp af Píranha 10-11 stk, þarna er ég að fóðra þá á laxeldisfóðri. Þetta eru hræætur frá suður-ameríku með hrikalega beitar tennur og sterka kjálka en sem betur fer eru þeir frekar fælnir svo sjaldgæft er að þeir bíti menn

Hængur af calico Amatitlania nigrofasciata sem þekkist betur undir nafninu Convict síkliða,
calico afbrigðið er flekkótt og engir tveir fiskar eins, þeir eru jafn einfaldir í hrygningu eins og náttúrulegi liturinn sem er grár með svartar rendur og eru því vinsælir meðal þeirra sem vilja örugga tegund til að fjölga til að fylgjast með seiðum og uppeldi, ég á nokkur pör í kjallaranum, áhugasamir geta sent mér póst 

Ég er með þrjá af þessari tegund Coptodon tholloni sem komu fyrir mistök að utan, og varð ég smá vonsvikinn að fá ekki þá tegund sem ég pantaði , en nú virðist sem þetta sé enn sjaldgæfari tegund en ég vildi og er því vonandi að ég nái pari út úr þessu tríói.
Norræni síkliðu klúbburinn, Ciklider i Norden bað um myndir fyrir galleríið sitt sem var lítið mál. 

 Hemichromis exsul frá Lake Turkana  þeir koma frá eyðimörk í austur-afríku öfugt við flesta Hemichromis sem finnast á vestur ströndinni. Þetta par er nýlegt í kjallaranum en komin með seiði strax,  glerið var kámugt og með smá þörung en ég vildi ekki þrífa og stressa parið, svo gæðin eru ekki mikil á videoinu en sést vel hvaða tegund þetta er þótt þau séu ekki í sterkum litum þarna 

Nóvember 2021

Rauðar Ancistrus í ræktun í kjallaranum,
hængurinn er hægra meginn með brúskinn á nefinu, Hjá Ancistrus er það hængurinn sem finnur sér helli og fær hrygnu til að hrygna inn í hann og síðan passar hann hrognin þar til seiðin klekjast og þangað til þau smám saman fara að heiman 

Tvær Trichromis salvini síkliður sem finnast í Mexico, Belize og Gvatemala að takast á um lítið pláss í stóru búri, ég var að bæta þeirri stærri við og vildi hún tryggja sér þennan stað fyrst hin var búin að finna að þetta væri besti staðurinn, svona slagur er algengur þegar fiskum er bætt við og er betra að fylgjast með því stundum getur þetta endað ílla sérstaklega ef búrið er lítið, sú stærri vann og hin flutti 150 cm í burtu í hinn endann á búrinu  

Julidochromis marlieri sem er síkliðu tegund frá Tanganyika vatni í Afríku með pínu lítil seiði og eldri seiði eru rekin frá. svona þörungs óþrifnaður er góður fyrir seiðin þar sem ýmislegt smálíf þrífst í þessu sem þau éta, einnig er mikilvægt í mörgum tilfellum að breyta ekki neinu ef par er sátt og hrygnandi, því minnstu breytingar geta orðið til að þau hætti að hrygna og getur liðið langur tími þar til þau reyna aftur, síðan er það málið að hvaða fiskur sem er sem myndi vilja éta þetta fær ekki að koma nógu nálagt til að þrífa þetta því parið ræðst á allt sem nálgast

Video frá vatnalilju sem er blómstrandi 

Nokkrar myndir frá vatnaliljunum

Þessi skalli er einn af nokkrum sem fara í ræktun, þeir eru allir bláir en mismikið flekkóttir 

Twitter
Youtube
Scroll to Top