Xenotoca eiseni

Xenotoca eiseni er gotfiskur og fæðir því lifandi afkvæmi, en í þessari ætt eru seiðin tengd hrygnunni með hálfgerðum naflastreng sem sést stundum á nýjum seiðum. Hér er hængur að dansa fyrir hrygnu

Ungur hængur kominn með liti en ekki háan búk eins og þessi tegund fær, Þessi tegund er mjög harðgerð en á það til að bíta í aðra fiska svo ýmsar tegundir sem geta ekki verið með þeim í búri 

Hrygnan þarf hæng í hvert skifti til að eignast seiði sem td. guppy þarf ekki, og síðan er meðgangan 7-8 vikur eða um helmingi lengri en hjá þekktustu tegundunum og eru seiðin um 5 til 50 eftir stærð og aldri hrygnunar 

Fullorðinn hængur kominn með háan búk, þessi er samt ekki fullvaxinn en hængar verða um 6 cm og hrygnur aðeins stærri 
Hængurinn er ekki með pindil eins og td. guppy en í staðinn tvískiftan gotraufarugga sem notast við frjógvun
X. eiseni þarf ekki upphitað búr og er sögð fín í 15-30 °c en ég er með hana í 18-22 °c að jafnaði

Twitter
Youtube
Scroll to Top